Viðskipti erlent

Ný DVD-kynslóð í haust

HD-DVD diskur
HD-DVD diskur

Toshiba og Sony, sem berjast um næstu kynslóð í DVD-tækni, setja splunkunýja myndspilara sína á markað í Evrópu í nóvember. Spilarar frá báðum fyrirtækjum hafa verið fáanlegir í Bandaríkjunum og í Japan frá því í vor.

Markaðssetning Toshiba á HD-DVD spilurum hefst í álfunni 14. nóvember en tveimur dögum síðar birtast Blu-ray spilarar frá Sony í hillum verslana. Þá hyggst Toshiba sömuleiðis setja aðra gerð spilarans á markað í desember.

Toshiba segist hafa selt 50.000 HD-DVD spilara í Bandaríkjunum og Japan frá því í vor og gerir ráð fyrir því að selja hvern spilara á 599 evrur í Evrópu. Það jafngildir tæpum 57.000 íslenskum krónum. Hins vegar má gera ráð fyrir því að spilararnir verði eitthvað dýrari hingað komnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×