Viðskipti erlent

Hræringar í Thorntons

Hræringar í súkkulaðikeðju
Baugur fylgist með gangi mála í Thorntons.
Hræringar í súkkulaðikeðju Baugur fylgist með gangi mála í Thorntons.

Peter Burdon, forstjóri bresku súkkulaðikeðjunnar Thorntons, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sem sýndu að hagnaður á hlut lækkaði um 36 prósent milli ára; úr 8,1 milljón punda í 5,2 milljónir punda.

Þá hefur John Thorntons, sem var stjórnarformaður félagsins, selt tveggja prósenta hlut, en Thorntons-fjölskyldan á um fimmtungshlut í félaginu. Á sama tíma keypti stjórnarformaðurinn John Von Spreckelsen bréf í félaginu en aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan hann tók við stjórnartaumunum.

Stjórnendur Baugs hafa um nokkra hríð fylgst grannt með gangi máli í herbúðum Thorntons sem þeir telja að gætu fallið að rekstri sælkerakeðjanna Julian Graves og Whittard of Chelsea.

Þrátt fyrir minni hagnaði, hafa hlutabréf í Thorntons hækkað í virði að undanförnu eftir mikla lækkun framan af ári. Frá því í byrjun júní nemur hækkunin 35 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×