Viðskipti erlent

Finnair nýtur vinsælda í Japan

Vél Finnair í Japan Í sumar flugu vélar Finnair milli Japans og Finnlands skreyttar myndum af múmínálfunum, en þeir eiga uppruna sinn í Finnlandi en njóta mikilla vinsælda í Japan.
Vél Finnair í Japan Í sumar flugu vélar Finnair milli Japans og Finnlands skreyttar myndum af múmínálfunum, en þeir eiga uppruna sinn í Finnlandi en njóta mikilla vinsælda í Japan.
Lesendur japanska tímaritsins AB-ROAD hafa útnefnt Finnair sem eftirlætis vestræna flugfélagið sitt. Við valið var horft til þátta eins og þjónustu flugfélaganna og veitinga um borð. Japanskir flugfarþegar eru sérstaklega ánægðir með þær veitingar sem Finnair býður upp á. Finnair greindi frá því í ágúst að farþegafjöldi í Asíuflugi hefði aukist um fjörutíu prósent milli ára. Félagið er að stórum hluta í eigu íslenskra fjárfesta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×