Viðskipti erlent

Nissan flytur framleiðslu til Japans

Úr verksmiðju Nissan Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors hefur flutt framleiðslu á einni gerð bíla frá Bandaríkjunum til Japans.
Úr verksmiðju Nissan Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors hefur flutt framleiðslu á einni gerð bíla frá Bandaríkjunum til Japans.

Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motors ætlar að flytja framleiðslu á einni gerð fjölskyldubíla frá Bandaríkjunum til Japans. Ákvörðunin er sögð í hagræðingarskyni, auk þess sem fyrirtækið vill rýma fyrir framleiðslu á nýrri gerð bíla frá Nissan í Bandaríkjunum.

Fleiri japanski bílaframleiðendur hafa aukið bílaframleiðslu sína umtalsvert í heimalandinu, meðal annars til að prófa nýja tækni í bílum heima fyrir.

Þá hafa fyrirtækin Suzuki Motors og Honda sömuleiðis ákveðið að reisa nýjar verksmiðjur í Japan. Þetta verða fyrstu nýju verksmiðjur fyrirtækjanna í rúm 30 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×