Viðskipti erlent

Rafhlöður innkallaðar

Fartölva Lenovo og IBM hafa ákveðið að kalla inn tilteknar rafhlöður framleiddar af Sony Corporation, þar sem þær geta í undantekningartilvikum ofhitnað.
Fartölva Lenovo og IBM hafa ákveðið að kalla inn tilteknar rafhlöður framleiddar af Sony Corporation, þar sem þær geta í undantekningartilvikum ofhitnað.

Lenovo og IBM hafa ákveðið að innkalla tilteknar rafhlöður framleiddar af Sony Corporation sem seldar voru með ThinkPad-fartölvum á tímabilinu febrúar 2005 til september 2006. Þetta er gert þar sem einstaka rafhlöður geta í undantekningar­tilvikum of­hitnað. Þó er einungis vitað um eitt tilfelli þar sem rafhlaða í ThinkPad-fartölvu hefur bilað af rúmlega 500.000 sem eru í notkun. Verður þessum raf­hlöðum skipt út viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Sony, framleiðandi rafhlaðnanna, hefur gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sams konar vandamál geti framvegis komið upp í rafhlöðum frá fyrirtækinu. Nýherji hf., umboðsaðili ThinkPad á Íslandi, mun hjálpa viðskiptavinum að athuga hvort skipta þurfi út rafhlöðunni. Sömuleiðis mun Nýherji leiðbeina og aðstoða viðskiptavini við rafhlöðuskiptin í þeim tilfellum sem þeirra er þörf. Gengið hefur verið úr skugga um að engar fartölvur með umræddum rafhlöðum séu til sölu hjá fyrirtækinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×