Er bæði sár og svekktur 13. október 2006 00:01 Fer ekki til Bandaríkjanna Húshljómsveit þáttanna Rock Star: Supernova mun ekki hita upp fyrir samnefnda hljómsveit sem þýðir að Magni mun ekki taka þátt í túrnum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm. Rock Star Supernova Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Allt er komið í háaloft vegna tónleikaferðar Rock Star: Supernova sem gert var ráð fyrir að hæfist á næstunni. Húshljómsveitinni mögnuðu sem spilaði undir hjá keppendum í raunveruleikaþættinum hefur verið sparkað sem upphitunarbandi og hljómsveit Tobys, Juke Cartel, verið fengin í staðinn. Þetta þýðir að Magni okkar Ásgeirsson mun ekki fara til Bandaríkjanna eins og til stóð og hita upp með Húshljómsveitinni ásamt þeim Storm, Dilönu og Toby. Supernova-ferðalagið er í höndunum á umboðsmanni en ekki aðstandendum þáttanna, útskýrir Magni. „Þetta snýst um peninga enda kostar Húshljómsveitin töluvert meira en hljómsveitin hans Tobys sem þeir fá örugglega fyrir ansi lítið,“ bætir hann við. „Auðvitað er maður sár og svekktur en það er búið að bjóða mér annað verkefni sem ég vil ekki tjá mig um fyrr en það er niðurneglt en að sjálfsögðu er ég ekkert ánægður með þetta,“ lýsir Magni yfir og segist vita af því að fjöldi aðdáenda sjónvarpsþáttanna hafi verið búnir að panta sér miða á tónleikana til að berja þátttakendurna augum en telji sig nú vera svikna. Það er allt í háalofti, lýsir söngvarinn yfir og segir ekki útilokað að Húshljómsveitin fari sjálf í túr með honum, Storm og Dilönu sem verði sett til höfuðs Supernova-tónleikaferðinni. Slíkur er andinn, útskýrir Magni en þetta sé þó meira í orði en á borði. Það hefði vafalítið ekki verið öfundsvert fyrir Lúkas og félaga að standa á sviði eftir að Húshljómsveitin væri búin ljúka sér af, segir Magni sem augljóslega hefur mikið dálæti á þeim félögum. Á aðdáendasíðu Magna, www.magni-ficent.com, segir söngvarinn að í burðarliðnum séu tónleikar með þessari rómuðu hljómsveit hér á landi og að þeir verði haldnir á afmælisdegi Magna, fyrsta desember. Magni sjálfur vildi ekki staðfesta eitt eða neitt, sagði enn nokkra lausa enda en Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að búið sé að panta Laugardalshöllina og ekki ólíklegt að á fullveldisdaginn muni Magni stíga á svið með hljómsveitinni ásamt vinum sínum, þeim Dilönu, Toby og Storm.
Rock Star Supernova Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira