Viðskipti erlent

Ticket horfir til Danmerkur

Stjórnendur Ticket, sænsku ferðaskrifstofukeðjunnar, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, stefna á 45-50 milljarða veltu á þessu ári eftir að félagið yfirtók viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel Group á dögunum.

Fleiri yfirtökur eru í bígerð á næstunni, segja forstjórinn Lennart Käll og stjórnarformaður félagsins, Matthías Páll Imsland, og er horft meðal annars til Danmerkur og hugsanlega Finnlands með frekari vöxt í huga.

Matthías telur að gríðarleg tækifæri liggi í norrænum ferðamannaiðnaði sem sé eins og sofandi risi þar sem margir smáir aðilar berjast. Með öflugu söluneti, markaðsstarfi og fyrirtækjakaupum megi auka markaðshlutdeild Ticket verulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×