Viðskipti erlent

Hefur áhyggjur af fjárlagahalla Bandaríkjanna

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur látið í ljósi áhyggjur sínar vegna aukins fjárlagahalla Bandaríkjanna, en búist er við metfjárlagahalla á þessu ári. Bernanke segir í bréfi sem hann sendi öldungadeildarþingmanninum Robert Menenez, að koma verði í veg fyrir viðvarandi fjárlagahalla og benti sérstaklega á að fjölgun ellilífeyrisþega geti orðið birgði á hinu opinbera á næstu árum.

Geti svo farið að lífskjör versni í landinu vegna viðvarandi halla og skuldbindinga hins opinbera.

Bandarísk stjórnvöld spá því að fjárlagahallinn í ár nemi 423 milljörðum Bandaríkjadala en það er 104 milljörðum meira en á síðasta ári.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×