Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag og hefur lokagildi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki verið hærra í sex vikur. Ástæður fyrir hækkuninni er útgáfa hagtalna í vikunni en búist er við að þar komi fram mikil hagnaðaraukning japanskra fyrirtækja á árinu.

Mest var hækkunin hjá bíla- og raftækjafyrirtækjum.

Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,75 prósent eða 285,07 punkta og endaði vísitalan í 16.624,80 stigum.

Eignarhaldsfélagið Seven & Holding, sem rekur 7-11 verslanir í Japan auk annarra stórmarkaða hækkaði um 0,91 prósent en búist er við að hagnaður félagsins hækki um 22 prósent á árinu.

Þá hækkaði gengi bréfa í bílaframleiðandanum Mazda Motor Corp. um 0,44 prósent en í raftækjaframleiðandanum Mitsubishi Electric Corp. um 3,15 prósent. Hlutabréf í verktaka-, bygginga,- og fasteignafélögum hækkaði einnig mikið eða á bilinu 1,93 til 2,09 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×