Viðskipti erlent

Minni hagnaður hjá McDonald´s

Mynd/AFP

Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald´s dróst saman um 14 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er mesti samdráttur keðjunnar í fjögur ár. Hagnaðurinn nam 625,3 milljónum Bandaríkjadala eða 49 sentum á hlut. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaðurinn 727,9 milljónum eða 56 sentum á hlut.

Þetta er í samræmi við væntingar fjármálasérfræðinga. Á fjórða ársfjórðungi 2002 tapaði fyrirtækið 344 milljónum dollurum en það var í fyrsta skipti sem slíkt gerðist í sögu fyrirtækisins eftir að það var skráð á hlutabréfamarkað.

Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins eiga vetrarólympíuleikarnir í Tórínó á Ítalíu hlut að máli í auknum kostnaði fyrirtækisins og minni hagnaði.

Gengi hlutabréfa í McDonald´s lækkuðu um 1,5 prósent í dag vegna tíðindanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×