Viðskipti erlent

Hærra heildsöluverð í Bandaríkjunum

Bifreiðaeigendur í Bandaríkjunum leita eftir því að fá eldsneyti á ökutæki sín á lágu verði.
Bifreiðaeigendur í Bandaríkjunum leita eftir því að fá eldsneyti á ökutæki sín á lágu verði. Mynd/AFP

Heildsöluverð hækkaði um 0,9 prósent í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta er mesta hækkun síðastliðna sjö mánuði vestra en helsta ástæða hækkunarinnar er hærra eldsneytisverð og verð á öðrum orkugjöfum. Hækkunin nam 0,5 prósentum í mars.

Verðhækkanirnar eru sagðar endurspegla hækkanir á eldsneyti og orkugjöfum en hækkun þeirra nam 4 prósentum í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri síðan í október í fyrra.

Að hækkunum á orku- og matvælaverði undanskildum þá hækkaði neysluverðsvísitalan um 0,1 prósent í Bandaríkjunum. Þykir það vera merki um að hækkanir á orkuverði og eldsneyti hefur ekki haft jafn mikil áhrif á aðra vöruflokka líkt og áður var óttast.

Hagfræðingar hafa ekki komið sér saman um hugsanlega niðurstöðu af næsta fundi bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna en nokkrir þeirra búast við hækkun stýrivaxta. Aðrir telja hins vegar að frekari hækkun vaxtanna verði látin vera í bili.

Olíuverð fór í hæstu hæðir í apríl eða 75,17 dali á tunnu. Verðið hefur lækkað nokkuð frá síðasta mánuði og er verðið nú komið niður fyrir 70 dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×