Viðskipti erlent

Olíuverð lækkaði vegna viðbragða Rice

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hún yfirgaf Hvíta húsið í Bandaríkjunum í gær. Í dag heldur hún til átakasvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hún yfirgaf Hvíta húsið í Bandaríkjunum í gær. Í dag heldur hún til átakasvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Mynd/AP

Olíuverð lækkaði á markaði í Bretlandi í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til ófriðarsvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs í dag en hún hefur krafist þess að Ísraelsmenn og liðsmenn Hizbollah-samtakanna lýsi yfir vopnahléi hið snarasta.

Norðursjávarolía, sem afhent verður í september, lækkaði um 72 sent og fór í 73,03 bandaríkjadali á tunnu. Hráolía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 75 sent og fór í 73,68 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×