Viðskipti erlent

Góð afkoma hjá tryggingarisa

Höfuðstöðvar Zurich Financial Services.
Höfuðstöðvar Zurich Financial Services. Mynd/AP

Hagnaður svissneska tryggingarisans Zurich Financial Services nam 910 milljónum evra, jafnvirði 81,5 milljörðum íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi sem er 14,9 prósenta aukning á milli ára. Þetta er umfram væntingar en búist var við 840 milljóna króna hagnaði.

Tekjur námu 435 milljónum evra, jafnvirði 39 milljarða króna, sem er 4 prósenta aukning á milli ára.

Að sögn stjórnar fyrirtækisins var hagnaður af rekstri flestra þátta fyrirtækisins á fyrri helmingi árs. Sér í lagi hafi sala á líftryggingum tekið við sér, að sögn James Schiro, forstjóra fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×