Viðskipti erlent

Hagnaður í skyndibitanum

Merki McDonald's
Merki McDonald's Mynd/AFP

Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's, sem er ein sú stærsta í heimi, nam 843,3 milljónum bandaríkjadala, eða 57,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 17 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er betri sala í Evrópu og Bandaríkjunum.

Þá námu tekjur skyndibitakeðjunnar 5,88 milljörðum dala eða 401 milljarði króna sem er 10 prósenta aukning á milli ára og nokkuð umfram væntingar greiningaraðila. 

Hagnaður skyndibitakeðjunnar hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin þrjú ár en ástæðan fyrir því er að afgreiðslutími í útibúum keðjunnar hefur verið lengdur frá því sem áður var auk þess sem fleiri réttir hafa bæst við matseðilinn, að sögn bandaríska fjármálaritsins Forbes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×