Hagnaður Boeing dregst saman 25. október 2006 12:28 Farþegaþota frá Boeing. Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna. Tekjur námu 14,7 milljörðum dala eða um 1.000 milljörðum íslenskra króna en það er 19 prósenta aukning frá síðasta ári. Helsta ástæða tekjuaukningarinnar er aukin sala á þotum frá Boeing. Ekki er reiknað með að úr dragi á þessu ári og geti góð sala haldist fram á næsta ár. Afkoman er hins vegar undir væntingum greiningaraðila sem reiknuðu með 15,07 milljörðum evra eða 1.028 milljörðum íslenskra króna í tekjur á tímabilinu. Flugvélaframleiðandinn hefur hækkað afkomuspá sína fyrir næsta ár og býst við 66 milljarða dala tekjum út árið. Það svarar til 4.404 milljarða íslenskra króna. Boeing hefur att kappi við flugvélasmiðjur Airbus á árinu. Gengi Airbus hefur hins vegar dvínað heldur á hlutabréfamörkuðum, sér í lagi vegna tafa á afhendingu A380 risaþota frá fyrirtækinu. Gengi Boeing hefur hækkað um 24 prósent á mörkuðum það sem af er árs og virðist sem félagið hafi hagnast nokkuð á töfunum enda hafa flugvélaframleiðendur í auknum mæli pantað þotur frá þeim í stað þess að bíða eftir risaþotunum frá Airbus. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska flugvélasmiðjan Boeing skilaði 694 milljóna dala eða ríflega 47 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er um 30 prósenta samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins rétt rúmlega 1 milljarði dala eða 68 milljörðum íslenskra króna. Tekjur námu 14,7 milljörðum dala eða um 1.000 milljörðum íslenskra króna en það er 19 prósenta aukning frá síðasta ári. Helsta ástæða tekjuaukningarinnar er aukin sala á þotum frá Boeing. Ekki er reiknað með að úr dragi á þessu ári og geti góð sala haldist fram á næsta ár. Afkoman er hins vegar undir væntingum greiningaraðila sem reiknuðu með 15,07 milljörðum evra eða 1.028 milljörðum íslenskra króna í tekjur á tímabilinu. Flugvélaframleiðandinn hefur hækkað afkomuspá sína fyrir næsta ár og býst við 66 milljarða dala tekjum út árið. Það svarar til 4.404 milljarða íslenskra króna. Boeing hefur att kappi við flugvélasmiðjur Airbus á árinu. Gengi Airbus hefur hins vegar dvínað heldur á hlutabréfamörkuðum, sér í lagi vegna tafa á afhendingu A380 risaþota frá fyrirtækinu. Gengi Boeing hefur hækkað um 24 prósent á mörkuðum það sem af er árs og virðist sem félagið hafi hagnast nokkuð á töfunum enda hafa flugvélaframleiðendur í auknum mæli pantað þotur frá þeim í stað þess að bíða eftir risaþotunum frá Airbus.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira