Viðskipti erlent

Ýjaði að hækkun stýrivaxta

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gaf í skyn í dag að bankinn gæti hækkað stýrivexti á evrusvæðinu á næstunni verði áframhaldandi hagvöxtur á svæðinu.

Trichet sagði bankann fylgjast grannt með verðbólguþróun á evrusvæðinu. Hagvöxtur hafi aukist mikið það sem af er ári og hafi lítið dregið úr neyslu. Þá sagði hann að þrátt fyrir nokkrar verðlækkanir á heimsmarkaðsverði á hráolíu síðustu vikurnar þá hafi það ekki haft afgerandi áhrif til lækkunar á vísitölu neysluverð á evrusvæðinu enda sé verðbólga nokkuð yfir 2 prósenta verðbólgumarkmiðum seðlabankans.

Trichet sagði nokkra hættu á að verðbólga aukist á næsta ári, að mestu leyti vegna hækkunar launa auk þess sem hækkun á olíuverði bætist við vísitölumælingar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×