Viðskipti erlent

Uppsagnir í kauphöllinni í New York

Úr kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.
Úr kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.

Kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 17 prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 500 manns. Þetta eru einhverjar viðamestu uppsagnir innan fyrirtækisins síðan árið 1991. Ástæðan er aukin sjálfvirkni í kjölfar yfirtöku NYSE á rafræna hlutabréfamarkaðnum Archipelago Holdings Inc.

NYSE hefur sagt upp samtals 950 manns eða um 35 prósentum af starfsliði markaðarins frá því rekstur Archipelago var keyptur í mars á þessu ári.

Að sögn greiningaraðila er þetta í samræmi við stefnu Johns Thain, forstjóra NYSE, sem hefur lofað hluthöfum að hann muni spara um 200 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 13,6 milljarða íslenskra króna, með ýmsum aðhaldsaðgerðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×