Viðskipti erlent

Tap Napster minnkar milli ára

Napster.
Napster.

Nettónlistarveitan Napster, skilaði 9 milljóna dala taprekstri á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 614 milljóna króna taprekstrar á tímabilinu sem þó er nokkuð minna en á sama tíma fyrir ári. Eigendur Napster leitast við að sameinast öðru fyrirtæki eða selja það.

Á sama tíma í fyrra nam tap Napster 13,6 milljónum dala eða 928 milljónum króna.

Napster fékk nýverið fjárfestingabankann UBS til að ráðgjafar um sölu á tónlistarveitunni eða sameina það öðru fyrirtæki.

Chris Gorog, forstjóri Napster, segir horfur á miklum vexti í sölu á tónlist á stafrænu formi, ekki síst með tilkomu farsíma sem geti vistað tónlist og spilað. Þá setti fyrirtækið á laggirnar tónlistarþjónustu í Japan og er horft til þess að saxa á markaðshlutdeild iTunes frá Apple.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×