Viðskipti erlent

Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur

Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville.

Um aldamótin 1900 snéri fyrirtækið sér hins vegar í auknum mæli að útgáfu vísinda- og fræðirita og hefur einbeitt sér að því síðan. 

Kaupunum lýkur á næsta ári.

William Pesce, forstjóri John Wiley & Sons Inc, segir samruna útgáfufélaganna hafa mikla langtímakosti í för með sér en til verður einn stærsti útgefandi fræðibóka- og tímarita í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×