Viðskipti erlent

iPhone fær fjarskiptaleyfi

Síminn er með stóran snertiskjá og býður upp á nýtt notendaviðmót.
Síminn er með stóran snertiskjá og býður upp á nýtt notendaviðmót.

Bandaríska fjarskiptastofnunin gaf Apple á dögunum leyfi til að selja farsíma sinn iPhone. Með leyfinu er nú ekkert því til fyrirstöðu að Apple hefji sölu á símanum í júní, eins og áætlað var. Öll fjarskiptatæki þurfa leyfi stofnunarinnar áður en þau fara á markað.

Síminn er í raun farsími, lófatölva og iPod-spilari í einu og sama tækinu. Hann hefur notið gríðarlegra vinsælda allt frá hann var kynntur í janúar síðastliðnum og er búist við að hann seljist grimmt þegar hann kemur á markað.

Evrópubúar þurfa þó að bíða til ársloka eftir gripnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×