Viðskipti erlent

IBM styðja ekki Linux frá Oracle

IBM-tölvuframleiðandinn segist ekki tilbúinn að tryggja að tölvur þeirra geti keyrt nýja útgáfu Linux-stýrikerfisins frá Oracle. Þetta þýðir að ef upp koma vandamál með keyrslu á nýja Linux á tölvum IBM er það vandamál Oracle, ekki IBM sagði talsmaður IBM í gær. Oracle hóf sölu á Linux í október og segja sitt kerfi svipað vinsælasta Linuxkerfinu sem er frá Red Hat. Þeir lofa að allur hugbúnaður sem skrifaður er fyrir Red Hat Linux geti líka keyrt á Oracle Linux. Markaðsrýnendur segja hinsvegar að hugbúnaðarkaupendur vilji sannanir frá utanaðkomandi aðilum áður en þeir skipta úr Red Hat í Oracle. IBM segja að ef til vill muni þeir einhverntíma geta tryggt keyrslu Oracle Linux en fyrst þurfi þeir að sjá að markaðurinn vilji kerfið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×