Viðskipti erlent

Skaðabótamál höfðað gegn YouTube

Viacom rekur meðal annars tónlistarstöðina MTV.
Viacom rekur meðal annars tónlistarstöðina MTV. MYND/AP

Afþreyingarfyrirtækið Viacom, sem meðal annars rekur tónlistarsjónvarpsstöðina MTV, hefur höfðað skaðabótamál gegn myndbandaveitunni YouTube og fyrirtækinu Google, sem er eigandi hennar, fyrir brot á höfundarréttarlögum.

Viacom heldur því fram að YouTube hafi dreift yfir 160 þúsund myndbandsskeiðum í óleyfi frá kapalstöðvum þeirra. Efnið sem um ræðir er meðal annars frá tónlistarstöðinni VH1 og barnastöðinni Nickelodeon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×