Körfubolti

Florida háskólameistari annað árið í röð

NordicPhotos/GettyImages

Florida-skólinn varð í gærkvöld háskólameistari í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Ohio State í úrslitaleik 84-75. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1992 sem lið vinnur tvö ár í röð í keppninni og í fyrsta sinn í sögunni sem lið vinnur tvö ár í röð með sama byrjunarlið.

Al Horford skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Florida og Taurean Green skoraði 16 sitg. Ungstirnið Greg Oden var besti maður Ohio með 25 stig og 12 fráköst, en flestir reikna með því að hann verði valinn númer eitt í nýliðavalinu í NBA í sumar - ef hann þá gefur kost á sér. Sigur Florida í gær var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar eins og í fyrra, en liðið treystir ekki á neinar sérstakar stórstjörnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×