Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus 27. júní 2007 12:57 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. Mynd/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. Niðurstaðan er í samræmi við væntingar enda gerðu flestir ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin yrði mótfallin tilboði Ryanair enda eru bæði flugfélögin með um 80 prósenta markaðshlutdeild á Írlandi. Stjórn lággjaldaflugfélagsins gerði 1,5 milljarða evra, 125 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í Aer Lingus síðastliðið haust eftir að írska ríkið seldi megnið af hlut sínum í flugfélaginu. Ryanair tryggði sér vænan skerf af hlutabréfum í flugfélaginu og situr á fjórðungi bréfanna. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, var ævareiður út í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og sagði bannið ólögmætt og eiga sér engin fordæmi. Sagði hann að ef fyrirtækinu myndu sameinast hefðu þau einungis um fimm prósenta hlutdeild innan evrópskrar lofthelgi og og kæmi það ekki niður á samkeppni við önnur flugfélög sem hafi hug á að fljúga til og frá Dublin. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. Niðurstaðan er í samræmi við væntingar enda gerðu flestir ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin yrði mótfallin tilboði Ryanair enda eru bæði flugfélögin með um 80 prósenta markaðshlutdeild á Írlandi. Stjórn lággjaldaflugfélagsins gerði 1,5 milljarða evra, 125 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í Aer Lingus síðastliðið haust eftir að írska ríkið seldi megnið af hlut sínum í flugfélaginu. Ryanair tryggði sér vænan skerf af hlutabréfum í flugfélaginu og situr á fjórðungi bréfanna. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, var ævareiður út í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og sagði bannið ólögmætt og eiga sér engin fordæmi. Sagði hann að ef fyrirtækinu myndu sameinast hefðu þau einungis um fimm prósenta hlutdeild innan evrópskrar lofthelgi og og kæmi það ekki niður á samkeppni við önnur flugfélög sem hafi hug á að fljúga til og frá Dublin.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira