Körfubolti

James ætlar að spila með landsliðinu

James á æfingu hjá landsliðinu
James á æfingu hjá landsliðinu NordicPhotos/GettyImages

Körfuboltastjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers hefur nú tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér í að spila með bandaríska landsliðinu í komandi verkefnum, en hann hafði áður sagt að aðeins helmingslíkur væru á því að hann tæki þátt.

"Ég ætla að spila. Ég þekki líkama minn manna best og ég veit að ég er í standi til að taka þátt. Ég veit ekki hvað ég spila mikið en það er ekki undir mér komið. Þetta var erfitt ár í NBA en ég vil vera hollur landsliðinu úr því að ég gaf kost á mér," sagði James.

Lið Bandaríkjanna tekur þátt í Ameríkuleikunum í næsta mánuði þar sem tíu lið reyna með sér og tvö tryggja sæt sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Þeir Kobe Bryant, Jason Kidd, Carlos Boozer, Chauncey Billups, Deron Williams, Mike Miller, Tayshaun Prince, Tyson Chandler, Amare Stoudemire, Michael Redd, Greg Oden og Kevin Durant hafa þegar gefið kost á sér í landsliðið, en Dwyane Wade er enn nokkuð spurningamerki vegna meiðsla. Hann ætlar þó að að vera með í æfingabúðum sem hefjast innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×