Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu 30. ágúst 2007 09:07 Maður virðir fyrir sér upplýsingaskilti við kauphöllina í Tókýó í Japan. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira