Körfubolti

Versti árangur Serba í 60 ár

Tony Parker klikkaði á vítalínunni þar sem hann hafði tækifæri á að tryggja Frökkum framlengingu
Tony Parker klikkaði á vítalínunni þar sem hann hafði tækifæri á að tryggja Frökkum framlengingu

Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni þegar þeir lágu fyrir Ísreelum og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur liðsins á Evrópumóti í 60 ár, eða síðan liðið hafnaði í 13 sæti í sinni fyrstu keppni undir merkjum Júgóslavíu. Spánverjar töpuðu Króötum eftir að hafa unnið 28 landsleiki í röð.

Nú er ljóst að fjórar þjóðir eru á heimleið á Evrópumótinu en auk Serba eru það Pólverjar, Lettar og Tékkar. Í A-riðli lögðu Ísraelar Serba eins og áður sagði 87-83 og í sama riðli lögðu Rússar ríkjandi Evrópumeistara Grikkja 61-53. Rússar sigruðu í riðlinum með 6 stig, Grikkir urðu í öðru með 5 stig, Ísraelar hlutu 4 stig og Serbar eru farnir heim með aðeins 3 stig.

Í B-riðli sigruðu Portúgalar Letta 77-67 og Króatar lögðu Spánverja naumlega 85-84. Króaar hirtu þar með efsta sætið í riðlinum, Spánverjar urðu í öðru, Portúgalar í þriðja og Lettar hafa lokið keppni.

Í C-riðlinum urðu Litháar hlutskarpastir eftir sigur á Þjóðverjum 84-80 og Tyrkir lögðu Tékka 80-72. Litháar sigruðu í riðlinum, Þjóðverjar urðu í öðru sæti, Tyrkir í þriðja og Tékkar ráku lestina.

Í D-riðlinum urðu Slóvenar í efsta sæti eftir að þeir lögðu Frakka nokkuð óvænt 67-66 þar sem Tony Parker klikkaði á vítaskoti á lokasekúndunni sem hefði geta tryggt frökkum framlengingu. Ítalar tryggðu sér þriðja sætið með sigri á Póverjum 79-70, en Pólverjar eru farnir heim.

Það er því orðið ljóst hvaða lið komast í milliriðla á mótinu, en þar hefst keppni á morgun. Í E-riðli leika Rússar, Króatar, Spánverjar, Grikkir, Ísraelar og Portúgalar og í F-riðli eigat við Litháar, Slóvenar, Þjóðverjar, Frakkar, Ítalar og Tyrkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×