Körfubolti

Króatar og Þjóðverjar í undankeppni ÓL 2008

Dirk Nowitzki og félagar eiga von um að komast á Ólympíuleikana
Dirk Nowitzki og félagar eiga von um að komast á Ólympíuleikana NordicPhotos/GettyImages

Króatar og Þjóðverjar tryggðu sér í dag keppnisrétt í undankeppni Ólympíuleikanna í körfubolta þegar liðin unnu leiki sína í keppninni um 5-8. sætið á EM á Spáni. Króatar lögðu Frakka 86-69 og Slóvenar klúðruðu öðrum leik sínum í röð á lokasprettinum þegar þeir lágu 69-65 fyrir Þjóðverjum.

Frakkar og Slóvenar geta enn tryggt sér sæti í umspili, en liðin leika um sjöunda sætið á morgun. Þjóðverjar og Króatar spila um fimmta sætið á morgun. Spánverjar og Grikkir leika til undanúrslita í dag og í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Litháar og Rússar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×