Tekjur Alcoa undir væntingum 10. október 2007 12:52 Alain Belda, forstjóri Alcoa. Hann segir tekjur fyrirtækisins hafa minnkað vegna lægra álverðs á þriðja ársfjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Alcoa birti uppgjörstölur sínar í gær en er líkt og fyrri ár fyrsta bandaríska stórfyrirtækið til að birta þær sitt á fjórðungnum. Alain Belda, forstjóri Alcoa, segir í samtali við bandaríska dagblaðið Wall Street Journal, að þótt álverð hafi verið hærra frá síðasta ári þá hafi það lækkað á fjórðungnum samhliða lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Það hafi skilað sér í minni tekjum af reglulegri starfsemi á tímabilinu. Auknar tekjur eru hins vegar tilkomnar vegna sölu fyrirtækisins á sjö prósenta hlut sínum í kínversku álfyrirtæki en gjörningurinn skilaði 7,4 milljónum dala í kassa Alcoa. Tekjurnar námu 7,4 milljörðum dala sem er 3,2 prósenta samdráttur á milli ára. Það er undir væntingum greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir því að tekjurnar myndu aukast á milli ára. Greinendur lækkuðu reynar afkomuspá sína fyrir Alco nokkru fyrir birtingu afkomutalnanna en reiknað er með að lausafjárskrísan frá í enda sumars seti mark sitt á afkomu fjölda fyrirtækja víða um heim á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira