Viðskipti erlent

Óbreytt verðbólga í Bretlandi

Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlandi, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra landsins.
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlandi, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra landsins. Mynd/AFP

Verðbólga mældist 1,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði en það er óbreytt staða frá því í mánuðinum á undan, samkvæmt tölum frá hagstofu landsins. Greinendur segja að þar sem verðbólgan sé 0,2 prósentustigum undir verðbólgumarkmiðum breska seðlabankans þá séu litlar líkur á því að bankinn hækki stýrivexti í bráð.

Verðhækkun á matvælum olli hækkun á vísitölu neysluverðs í Bretlandi í síðasta mánuði en verðlækkun á raforkuverði vegur upp á móti henni.

Stýrivextir í Bretlandi standa í 5,75 prósentum og gerðu fjármálasérfræðingar almennt ráð fyrir því að bankinn myndi hækka þá um allt að 25 punkta fyrir lok árs.

Breska ríkisútvarpið hefur hins vegar eftir nokkrum þeirra í dag sem segja litlar líkur á hækkun á næstunni vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum og séu meiri líkur en minni á því að þeir lækki frekar en hækki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×