Viðskipti erlent

Annar lækkanadagurinn í Bandaríkjunum

Fjárfestar í Bandaríkjunum þóttu ekki bjartsýnir í dag eftir að seðlabankastjóri landsins sagði niðursveiflu á fasteignamarkaði dragbít á hagkerfinu.
Fjárfestar í Bandaríkjunum þóttu ekki bjartsýnir í dag eftir að seðlabankastjóri landsins sagði niðursveiflu á fasteignamarkaði dragbít á hagkerfinu. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á bandarískum fjármálamarkaði í dag, annan daginn í röð.

Ástæðan eru ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra landsins, sem sagði niðursveiflu á fasteignalánamarkaði að öllum líkindum verða dragbít á hagkerfinu lengur en menn hafi spáð.

Þá höfðu slæmar afkomutölur banka og fjármálafyrirtækja sitt að segja í lækkuninni.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,51 prósent, Nasdaq-vísitalan um 0,58 prósent og S&P vísitalan um 0,66 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×