Viðskipti erlent

Olíuverðið komið úr methæðum

Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum.
Olíuvinnslustöð í Bandaríkjunum.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á fjármálamörkuðum í dag vegna aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar auk vaxandi spennu í Miðausturlöndum en Tyrkir hóta að ráðast gegn Kúrdum í N-Írak. Verðið er hins vegar komið úr methæðum.

Verð á hráolíu fór í methæðir í gær og stóð við 89 dali á tunnu. Það lækkaði hins vegar nokkru síðar. Verðið hækkaði á ný í dag um 28 sent og stendur í 87,68 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði sömuleiðis um 21 sent og stendur tunnan í 83,34 dölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×