Harry Potter galdraði fram hagnað hjá Amazon.com 24. október 2007 09:03 Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi netverslunarinnar Amazon.com. Mynd/AFP Bandaríska netverslunin Amazon.com tók inn 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða íslenskra króna, í hagnað á þriðja ársafjórðungi sem er fjórfalt meira en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um afar góða sölu á nýjustu og síðustu bókinni í flokknum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, sem rauk út eins og heitar lummur. Tekjur netverslunarinnar námu 3,26 milljörðum dala, sem er 41 prósenti meira en í fyrra. Gert er ráð fyrir að jólaverslunin, sem kemur inn í bækur Amazon á fjórða ársfjórðungi, skili á bilinu 5,1 til 5,45 milljörðum bandaríkjadala. Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon.com, sagði í gær, að verslunin myndi að öllum líkindum ekki hagnast á sölu bókarinnar þar sem mikill afsláttur hafi verið veittur auk þess sem flutningskostnaður hafi færst á reikning verslunarinnar en ekki viðskiptavina. „Í okkar huga skiptir það höfuðmáli að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti," sagði hann og benti á að það hefði skilað sér í mikilli virðisaukningu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska netverslunin Amazon.com tók inn 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða íslenskra króna, í hagnað á þriðja ársafjórðungi sem er fjórfalt meira en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um afar góða sölu á nýjustu og síðustu bókinni í flokknum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, sem rauk út eins og heitar lummur. Tekjur netverslunarinnar námu 3,26 milljörðum dala, sem er 41 prósenti meira en í fyrra. Gert er ráð fyrir að jólaverslunin, sem kemur inn í bækur Amazon á fjórða ársfjórðungi, skili á bilinu 5,1 til 5,45 milljörðum bandaríkjadala. Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon.com, sagði í gær, að verslunin myndi að öllum líkindum ekki hagnast á sölu bókarinnar þar sem mikill afsláttur hafi verið veittur auk þess sem flutningskostnaður hafi færst á reikning verslunarinnar en ekki viðskiptavina. „Í okkar huga skiptir það höfuðmáli að setja viðskiptavininn í fyrsta sæti," sagði hann og benti á að það hefði skilað sér í mikilli virðisaukningu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira