Viðskipti erlent

SAS í vanda út af kínverskum flugfreyjum

Óli Tynes skrifar

Kínverskar flugfreyjur sem SAS flugfélagið réði til starfa í þeim flugvélum sínum sem fljúga milli Danmerkur og Kína geta kostað félagið tugi milljóna króna í sektum. Ástæðan er sú að þær höfðu ekki danskt atvinnuleyfi.

Slagurinn stendur um það hvort flugfreyjunar þurfi yfirleitt danskt atvinnuleyfi. SAS segir nei á þeim forsendum að aðeins nokkrar mínútur af vinnutíma þeirra séu unnar í danskri lofthelgi.

Innflytjendaráðherra Danmerkur er ekki á sama máli og kærði félagið til lögreglunnar.

Saksóknarinn krefst þess að SAS verði látið greiða um 25 milljónir króna í sekt.

Hann vill einnig láta gera upptækar um 60 milljónir króna sem hann segir félagið hafa þénað ólöglega með því að hafa flugfreyjurnar í vinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×