Körfubolti

Logi lék í sigurleik Gijon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi í leik með íslenska landsliðinu.
Logi í leik með íslenska landsliðinu.

Logi Gunnarsson var í byrjunarliði Farho Gijon sem vann í gær góðan útileikjasigur í spænsku C-deildinni í körfubolta, 78-69.

Gijon er á toppi deildarinnar eftir ellefu sigra í þrettán leikjum og stefnir á að endurheimta sæti sitt í næstefstu deild þar í landi.

Logi lék í sextán mínútur í leiknum og skoraði tvö stig ásamt því að gefa eina stoðsendingu. Hann nýtti eitt af fjórum skotum sínum í leiknum.

Pavel Ermolinskij náði ekki að skora á þeim fjórum mínútum sem hann lék með liði sínu, Huelva, í spænsku B-deildinni í gær. Huelva tapaði fyrir Villa de los Barrios á heimavelli, 59-53.

Pavel tók eitt þriggja stiga skot í leiknum og eitt frákast.

Damon Johnson var í byrjunarliði Alerta Cantabria sem vann góðan heimasigur á Alicante Costa Blanca á heimavelli í sömu deild, 72-65.

Damon skoraði ellefu skot í leiknum en hann lék í rúmar 22 mínútur. Hann nýtti þrjú af fimm skotum sín í teignum en eitt af þremur þriggja stiga skotum sínum. Hann nýtti einnig bæði vítaköstin sín í leiknum og tók tvö fráköst.

Huelva er í sjöunda sæti deildairnnar en Alerta Cantabria í því þrettánda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×