Saxo Bank spáir því að olíutunnan fari í 25 dollara 17. desember 2008 23:01 Danski bankinn Saxo Bank býst við óeirðum í Íran, að olíutunnan fari niður í 25 dollara og að Ítalir hætti í evrusamstarfinu í nýrri spá fyrir næsta ár. Bankinn birtir nú í annað sinn svonefnda ,,ótrúlega” spá sína fyrir komandi ár. Á viðskiptavefnum Business.dk er bent á að greinendur bankans hafi hitt naglann á höfuðið í fyrra þegar þeir spáðu gjaldþroti íslenskra banka. Samkvæmt spá Saxo Bank fyrir árið 2009 mun olíutunnan fara niður í 25 dollara. Það hafi aftur þau áhrif að írönsk stjórnvöld muni ekki getað keypt nauðsynjavörur og það leiði til uppreisnar þar í landi. Enn fremur spáir Saxo Bank því að Evrópusambandið muni koma nokkrum aðildarríkjum til aðstoðar vegna fjármálakreppunnar og þá muni Ítalía hætta í evrusamstarfinu. Þá muni verð á hrávöru lækka um 30 prósent og lönd í Asíu tengjast gjaldmiðli Kína. Haft er eftir David Karsböl, aðalhagfræðingi Saxo Bank, að næsta ár verði óútreiknanlegt líkt og það sem er að líða en það jákvæða við árið 2009 sé að þá verði ákveðinn vendipunktur og botninum verði náð í hinu alþjóðlega efnahagslífi. Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danski bankinn Saxo Bank býst við óeirðum í Íran, að olíutunnan fari niður í 25 dollara og að Ítalir hætti í evrusamstarfinu í nýrri spá fyrir næsta ár. Bankinn birtir nú í annað sinn svonefnda ,,ótrúlega” spá sína fyrir komandi ár. Á viðskiptavefnum Business.dk er bent á að greinendur bankans hafi hitt naglann á höfuðið í fyrra þegar þeir spáðu gjaldþroti íslenskra banka. Samkvæmt spá Saxo Bank fyrir árið 2009 mun olíutunnan fara niður í 25 dollara. Það hafi aftur þau áhrif að írönsk stjórnvöld muni ekki getað keypt nauðsynjavörur og það leiði til uppreisnar þar í landi. Enn fremur spáir Saxo Bank því að Evrópusambandið muni koma nokkrum aðildarríkjum til aðstoðar vegna fjármálakreppunnar og þá muni Ítalía hætta í evrusamstarfinu. Þá muni verð á hrávöru lækka um 30 prósent og lönd í Asíu tengjast gjaldmiðli Kína. Haft er eftir David Karsböl, aðalhagfræðingi Saxo Bank, að næsta ár verði óútreiknanlegt líkt og það sem er að líða en það jákvæða við árið 2009 sé að þá verði ákveðinn vendipunktur og botninum verði náð í hinu alþjóðlega efnahagslífi.
Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira