Norski olíusjóðurinn reynir að stoppa Warren Buffett 17. desember 2008 15:32 Stjórn norska olíusjóðsins hefur leitað til dómstóls í Maryland í Bandaríkjunum til að reyna að stöðva yfirtöku ríkasta mann heimsins Warren Buffett á orkufyrirtækinu Constellation Energy. Það er MidAmerican félag í eigu Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélags Buffett, sem hefur fengið viðurkennt yfirtökutilboð í Constellation en norski olíusjóðurinn er ekki ánægður með verðið sem greiða á. Vefsíðan E24.no greinir frá þessu. Halda á hluthafafund í Constellation Energy þann 23.desember og hefur olíusjóðurinn farið fram á það við dómara í Maryland að fundinum verði frestað. Ákveðið hefur verið að rétta í málinu þann 22. desember. Olíusjóðurinn er einn af stærstu hluthöfunum í Constellation Energy með 4,8% af hlutaféinu. MidAmerican hefur boðið 4,7 milljarða dollara fyrir allt hlutaféið eða sem nemur vel yfir 500 milljörðum kr.. Frá því að tilboð MidAmerican var lagt fram hefur franska orkufélagið EDF boðist til að kaupa helminginn af kjarnorkuvinnslu Constellation fyrir 4,5 milljarða dollara. Ennfremur býðst EDF til að kaupa aðrar eigur Constellation fyrir 2 milljarða dollara í viðbót. Þetta hefur kallað á viðbrögð frá stjórn olíusjóðsins. Anne Kvam forstjóri eignastýringar sjóðsins segir að nauðsynlegt sé að verja fjárhagslega hagsmuni sjóðsins enda augljóst að tilboð MidAmerican sé alltof lágt. Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórn norska olíusjóðsins hefur leitað til dómstóls í Maryland í Bandaríkjunum til að reyna að stöðva yfirtöku ríkasta mann heimsins Warren Buffett á orkufyrirtækinu Constellation Energy. Það er MidAmerican félag í eigu Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélags Buffett, sem hefur fengið viðurkennt yfirtökutilboð í Constellation en norski olíusjóðurinn er ekki ánægður með verðið sem greiða á. Vefsíðan E24.no greinir frá þessu. Halda á hluthafafund í Constellation Energy þann 23.desember og hefur olíusjóðurinn farið fram á það við dómara í Maryland að fundinum verði frestað. Ákveðið hefur verið að rétta í málinu þann 22. desember. Olíusjóðurinn er einn af stærstu hluthöfunum í Constellation Energy með 4,8% af hlutaféinu. MidAmerican hefur boðið 4,7 milljarða dollara fyrir allt hlutaféið eða sem nemur vel yfir 500 milljörðum kr.. Frá því að tilboð MidAmerican var lagt fram hefur franska orkufélagið EDF boðist til að kaupa helminginn af kjarnorkuvinnslu Constellation fyrir 4,5 milljarða dollara. Ennfremur býðst EDF til að kaupa aðrar eigur Constellation fyrir 2 milljarða dollara í viðbót. Þetta hefur kallað á viðbrögð frá stjórn olíusjóðsins. Anne Kvam forstjóri eignastýringar sjóðsins segir að nauðsynlegt sé að verja fjárhagslega hagsmuni sjóðsins enda augljóst að tilboð MidAmerican sé alltof lágt.
Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira