Viðskipti erlent

Chrysler stöðvar framleiðslu á morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Chrysler-verksmiðjurnar hætta allri bílaframleiðslu á morgun og munu ekki framleiða svo mikið sem eitt tannhjól í bíl í að minnsta kosti mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn Chrysler sendi starfsmönnum sínum og birgjum í gær.

Fyrirtækið kennir bágri fjárhagsstöðu sinni um og því að bandaríska þingið tvínónar við að taka ákvörðun um neyðarlán til hvort tveggja Chrysler og General Motors sem ramba nú á barmi gjaldþrots. Lífsafkoma mörg þúsund starfsmanna fyrirtækjanna hangir á bláþræði meðan ákvörðunar þingsins er beðið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×