Körfubolti

Bandaríkin unnu Ástralíu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dwyane Wade var stigahæstur í bandaríska liðinu.
Dwyane Wade var stigahæstur í bandaríska liðinu.

Bandaríska Ólympíuliðið lék í dag sinn síðasta æfingaleik áður en það heldur til Peking. Liðið mætti Ástralíu og þrátt fyrir að hafa ekki sýnt sannfærandi frammistöðu vann það 87-76.

Jákvæði punkturinn í leik bandaríska liðsins var varnarleikurinn en opnu skotin og þriggja stiga skotin það neikvæðasta. Andrew Bogut, leikmaður Milwaukee Bucks, var hvíldur og lék því ekki með Ástralíu en hann er þeirra besti leikmaður.

Dwyane Wade var stigahæstur í bandaríska liðinu með 22 stig en LeBron James var með 16 stig. Bandaríkin eiga fyrsta leik á Ólympíuleikunum á sunnudaginn en hann er gegn heimamönnum í Kína.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×