Körfubolti

Landsliðsþjálfari Spánverja rekinn

NordcPhotos/GettyImages

Pepu Hernandez, landsliðsþjálfari Spánverja í körfubolta, var í dag rekinn úr starfi. Hernandez hefur átt í deilum við forráðamenn spænska körfuknattleikssambandsins að undanförnu og þeir sáu sér ekki annað fært en að reka hann - rétt áður en heimsmeistararnir hefja leik á Ólympíuleikunum.

Spánverjar töpuðu naumlega fyrir Rússum í úrslitaleiknum á EM í fyrra, en þessi tími hefur ekki verið átakalaus fyrir Hernandez.

Hann missti sinn besta mann í meiðsli í undanúrslitaleiknum á HM fyrir tveimur árum og faðir hans lést svo daginn fyrir úrslitaleikinn.

Hernandes átti að tilkynna Ól-hóp sinn þann 10. júní nk - en nú er ljóst að einhver bið gæti orðið eftir því. Spænska körfuknattleikssambandið segist ekki vera með mann í sigtinu til að taka við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×