Körfubolti

María Ben stigahæst hjá Lady Broncs

Óskar Ófgeigur Jónsson skrifar
María Ben Erlingsdóttir.
María Ben Erlingsdóttir. Mynd/Vilhelm
María Ben Erlingsdóttir byrjar vel í bandaríska háskólaboltanum því hún var stigahæst í fyrsta leik University of Texas-Pan American (UTPA) í nótt þegar hún skoraði 10 stig í 54-58 tapi fyrir Texas A&M-Kingsville.

María Ben var í byrjunarliðinu og skoraði fyrstu körfu vetrarins þegar hún setti niður þriggja stiga körfu eftir aðeins 19 sekúndur. María hitti úr báðum þriggja stiga skotum sínum í leiknum og nýtti alls 4 af 5 skotum sínum.

María Ben skoraði stigin sín 10 á aðeins 19 mínútum og var að auki með 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún var með 5 stig á 14 mínútum í fyrri hálfleik og 5 stig á 5 mínútum í þeim síðari.

Næsti leikur Maríu og félaga er gegn Arkansas-Pine Bluff og fer hann fram í Pine Bluff í Arkansas sem er í um 1324 kílómetra fjarlægð. Það bíður því langt ferðalag Maríu Ben og félaga hennar í liðinu um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×