Handbolti

HSÍ með nýjan mann í sigtinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ágúst með gamla landsliðsþjálfaranum.
Guðmundur Ágúst með gamla landsliðsþjálfaranum. Mynd/Hari

Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, staðfesti í samtali við Vísi að forsvarsmenn sambandsins væru með ákveðinn mann í huga sem rætt verður við næst í tengslum við landsliðsþjáfarastöðuna.

„Við erum með ákveðinn mann í huga en gefum ekkert upp hver það er eða hvort hann sé íslenskur eða ekki," sagði Guðmundur. „Við höfum unnið þetta þanniga að við höfum bara talað við einn í einu því við teljum annað vera óheiðarleg vinnubrögð."

„En það góða við þetta er að við höfum nægan tíma og því engin pressa á okkur þannig lagað."

Guðmundur sagði að viðræður við Dag Sigurðsson væru komnar talsvert langt á veg þegar upp úr slitnaði.

„Það lá fyrir að hann hafði áhuga á starfinu og við höfðum áhuga á honum. En hann var í öðru starfi sem hann vill halda áfram að sinna," sagði Guðmundur en Dagur er framkvæmdarstjóri Vals.

Þeir sem hafa verið taldir líklegastir til að verða ráðnir auk dags eru Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, og Geir Sveinsson, fyrrum þjálfari Vals. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×