Körfubolti

Ísland tapaði fyrir Póllandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Logi Gunnarsson í leik með íslenska landsliðinu.

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði í kvöld fyrir Póllandi í fyrsta leik sínum á æfingamóti í Írlandi.

Lokatölur voru 84-65, Pólverjum í vil, en staðan var jöfn í hálfleik, 31-31. Pólverjar náðu þá góðum 19-4 spretti og unnu svo öruggan sigur í kjölfarið.

Á móti mætir íslenska liðið heimamönnum og svo bandaríska háskólaliðinu Notre Dame á sunnudaginn.

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur með ellefu stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með tíu og Logi Gunnarsson skoraði níu.

Tölfræði leiksins:

Ísland-Pólland 65-84 (20-22, 11-9, 11-33, 23-20)

Stigin:

Jón Arnór Stefánsson 11 (5 stoðsendingar)

Hlynur Bæringsson 10

Logi Gunnarsson 9

Sigurður Þorvaldsson 6 (8 fráköst)

Jakob Sigurðarson 6 (3 stolnir)

Páll Axel Vilbergsson 5

Fannar Ólafsson 4

Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4

Magnús Þór Gunnarsson 3

Helgi Már Magnússon 3

Sveinbjörn Claessen 2

Friðrik Stefánsson 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×