Körfubolti

Bandarísku NBA-stjörnurnar rúlluðu yfir heimamenn

Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar
LeBron James sækir hér að Yao Ming.
LeBron James sækir hér að Yao Ming. Nordic Photos / AFP

Bandaríkin gerði sér lítið fyrir og vann Kína með meira en þrjátíu stiga mun í körfubolta karla á Ólympíuleikunum í Peking.

Jafnræði var með liðunum framan af og ætluðu Kínverjar sér að hanga í stórstjörnunum í bandaríska liðinu. En fljótlega var ljóst í hvað stefndi og náði Bandaríkin tólf stiga forskoti í hálfleik, 49-37.

Í síðari hálfleik gáfu Bandaríkjamenn í og hreinlega rúlluðu yfir heimamenn, 101-70.

Dwayne Wade fór fyrir stjörnu prýddu liði Bandaríkjanna og skoraði nítján stig. LeBron James kom næstur með átján og Kobe Bryant var með þrettán - sem og Dwight Howard.

Yao Ming skoraði þrettán stig fyrir Kína, Zhu Fangyu ellefu og Yi Jianlian níu.

Fyrr í kvöld vann Króatía sigur á Ástralíu, 97-82.






Tengdar fréttir

Litháen rétt marði Argentínu

Spánn vann góðan sigur á Grikkjum, 81-66, í körfubolta karla á fyrsta keppnisdegi greinarinnar á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×