Körfubolti

Fyrirliði sænska landsliðsins til Jakobs og félaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mats Levin í leik með sænska landsliðinu á móti Lettlandi.
Mats Levin í leik með sænska landsliðinu á móti Lettlandi. Mynd/AFP
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall Dragons fengu góðan liðstyrk í dag þegar fyrirliði sænska landsliðsins, Mats Levin, ákvað að semja við liðið en hann lék með Solna Vikings í lok síðasta tímabils. Levin mun væntanlega hjálpa Jakobi með leikstjórnendastöðuna en Jakob lék í 40 mínútur í síðasta leik.

Mats Levin sem er 32 ára bakvörður var með 10,8 stig og 2,5 stoðsendingar á 25,0 mínútum að meðaltali í leik í sex landsleikjum Svía í Evrópukeppninni í haust. Í lokaúrslitunum með Solna á móti Sundsvall síðasta vor þá var hann með 11,0 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali á 26,0 mínútum.

Sundsvall Dragons hefur byrjað tímabilið á tveimur sigurleikjum og er Jakob með 11,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali á 37,0 mínútum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×