Viðskipti erlent

Föroya Banki ætlar að bjóða í Fionia Bank í Danmörku

Föroya Banki ætlar að leggja fram tilboð í meirihluta Fionia Bank í Danmörku en sá banki komst í þrot s.l. vor. Þurftu dönsk stjórnvöld þá að leggja tæplega 800 milljónir danskra kr. í bankann og jafnframt yfirtók danska fjármálaeftirlitið starfsemi hans.

Í tilkynningu frá Föroya Banki segir að tilboð bankans muni verða lagt fram í samvinnu við Lån & Spar Bank A/S. Tilboðið er í samræmi við áætlanir Föroya Banki um að hasla sér völl utan Færeyja en á eyjum er markaðshlutdeild þeirra rúm 40%.

Föroya Banki líst vel á hluta af starfsemi Fionia Bank og sér kaupin á honum sem ágætt tækifæri til útrásar í Danmörku.

Fram hefur komið í dönskum fjölmiðlum að auk framangreindra banka hafi Nordea og Spar Nord einnig sýnt því áhuga að kaupa Fionia Bank af dönskum stjórnvöldum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×