Viðskipti erlent

Börsen: Skráning Össurar góðs viti fyrir markaðinn

Skráning Össurar hf. í kauphöllina í Kaupmannahöfn er nú efsta frétt á vefsíðunni börsen.dk undir fyrirsögninni: Íslensk kauphallarburjun góðs viti fyrir dönsk hlutabréf.

Fram kemur í umfjöllun börsen að skráning Össurar yrði fyrsta nýskráningin í kauphöllina dönsku á þessu ári.

„Þetta ber því vitni að síðustu hækkanir á hlutabréfamarkaðinum eru ekki vegna tilviljana," segir Sören Möller Sörsensen yfirmaður hlutabréfadeildar Amagerbank í samtali við börsen. „Alþjóðlegir fjárfestar telja að hækkanir þessar haldi. Þetta er örugglega ekki síðasta nýskráningin sem við sjáum í ár og þær verða örugglega fleiri 2010."

Björn Schwarz yfirmaður hlutabréfadeildar Sydbank tekur undir orð Sörensen og segir að líta megi á skráningu Össurar sem merki um að markaðurinn sé að ná sér að nýju.

Greint er frá því að danska félagið Oticon Fonden keypti 40% í Össuri árið 2004 í gegnum William Demant Invest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×