Viðsnúningur í bresku hagkerfi 5. ágúst 2009 14:00 Frá London. Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira