Viðskipti erlent

Yngstu starfsmennirnir verða oftast veikir

Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum.

 

Fram kemur í könnuninni að það eru starfsmenn undir fertugu sem hækka meðaltal þeirra starfsmanna sem tilkynna sig veika frá vinnu í Danmörku. Tvö af hverjum þremur fyrirtækjum í Danmörku hafa þessa reynslu af veikindum starfsmanna sinna. Hinsvegar sögðu aðeins eitt af hverjum fimm fyrirtækjum að veikindi hjá sér væru meiri meðal þeirra sem voru eldri en fertugir.

 

Og ef viðmiðunarmörkin eru sett við þá sem eru fimmtugir eða eldri kemur í ljós að aðeins eitt af hverjum 20 fyrirtækjum í Danmörku segir þann hóp fjölmennari en yngri starfsmenn hvað veikindaforföll varðar.

 

Könnunin leiddi ennfremur í ljós að veikindaforföll eru algengust meðal þess starfsfólks sem ber minnsta ábyrgð á vinnustað sínum og hefur hvað minnst um starf sitt að segja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×