Viðskipti erlent

Ellibylgjan: Yfir 40.000 Japanir eru 100 ára eða eldri

Meðalaldur japönsku þjóðarinnar fer nú ört hækkandi og eru yfir 40.000 Japanir orðnir 100 ára og eldri. Hefur þessum aldurshópi fjölgað um 10% á einu ári.

Af þeim sem orðnir eru 100 ára og eldri eru konur í miklum meirihluta eða 87% enda verða japanskar konur allra elstar í heiminum að meðaltali. Ástæður fyrir háum aldri hjá japönsku þjóðinni má rekja til heilsusamlegs fæðis, góð heilbrigðiskerfis og mikils félagslífs meðal eldri borgara í Japan.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að samtímis valdi þessi þróun miklum áhyggjum meðal japanskra stjórnvalda. Þau horfa fram á að stöðugt færra vinnandi fólk verður að standa undir stöðugt stækkandi hópi ellilífeyrisþega.

Í dag er staðan þannig að þrír vinnandi eru á móti hverjum einum sem sest hefur í helgan stein. Ef núverandi þróun heldur áfram verður hlutfallið komið í einn á móti einum innan 50 ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×